Drög að matsáætlun nýs vegarkafla kynnt

Dyrhólaós. Horft til vesturs af Reynisfjalli. Hugmyndin er að Hringvegurinn …
Dyrhólaós. Horft til vesturs af Reynisfjalli. Hugmyndin er að Hringvegurinn fari um láglendið og um jarðgöng í gegnum fjallið. Matsferli er hafið. mbl.is/Jónas Erlendsson

„Það eru skiptar skoðanir um þetta og svo hefur verið lengi,“ sagði Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, um áform um nýja legu Hringvegarins í hreppnum.

„Maður vonar að umhverfismatið hjálpi fólki að taka ákvörðun,“ bætti Þorbjörg við. Hún sagði sveitarstjórnina einhuga um að vilja láglendisveg um Reynishverfi og um jarðgöng í gegnum Reynisfjall eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi.

„Þeir sem tala fyrir þessu tala fyrst og fremst um umferðaröryggi meðan andstæðingarnir hafa áhyggjur af ásýnd vegarins hér við þorpið, að hann byrgi fyrir útsýni, og Reynishverfismegin eru áhyggjur af því að vegurinn fari yfir lönd og hafi óafturkræf áhrif á náttúruna,“ sagði Þorbjörg. Þá er nokkur andstaða á meðal eigenda frístundahúsa og brottfluttra Mýrdælinga.

Frummat framkvæmdarinnar á að vera tilbúið í október 2021 og umhverfismat í mars 2022. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þorbjörg að tilraunaboranir vegna gangagerðar í Reynisfjalli ættu að hefjast í febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert