Sáttafundur í álversdeilu í dag

Alcoa Fjarðaál Reyðarfirði.
Alcoa Fjarðaál Reyðarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Boðað er til formlegs sáttafundar í dag á Egilsstöðum undir stjórn ríkissáttasemjara í kjaraviðræðum AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði.

Liðnar eru tvær vikur frá því að seinasti formlegi sáttafundurinn var haldinn í kjaradeilunni.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir að hægur gangur hafi verið á viðræðunum að undanförnu. „Þetta hefur hökt verulega mikið að undanförnu,“ segir hann.

Kjarasamningarnir í álverinu runnu út 29. febrúar í fyrra. Var deilunni vísað til ríkissáttasemjara um miðjan desember síðastliðinn eftir að slitnað hafði upp úr viðræðunum. omfr@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert