„Takk þráláti orðrómur fyrir ekkert“

28. desember var tekið á móti fyrsta bóluefninu í húsnæði …
28. desember var tekið á móti fyrsta bóluefninu í húsnæði Distica. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ávarpaði fundinn. Hann hefur allan tímann tekið fyrir að nokkuð sé fast í hendi um rannsóknarsamning við Pfizer. mbl.is/Kristinn Magnússon

Orðrómurinn um samning Íslands við bóluefnaframleiðandann Pfizer um hjarðónæmisrannsókn hér á landi hefur verið vægast sagt þrálátur.

Fjöldi frétta hafa verið sagðar af þessum möguleika en enn meira hafa ýmsar hliðar hans verið ræddar á kaffistofum landsins, þar sem annar hver maður hefur talið sig hafa trausta heimild um að samningurinn sé sannarlega í höfn.

Þær vonir voru að engu gerðar í dag eftir fund Íslendinga við Pfizer síðdegis. Vonbrigðin voru meiri háttar, í samræmi við væntingarnar. Katrín Agla Tómasdóttir eðlisfræðinemi:

Atli Fannar Bjarkason fjölmiðlamaður telur að Íslendingar eigi að láta þetta sér að kenningu verða.

Viktoría Hermannsdóttir fjölmiðlakona tekur undir sjónarmið um mikilvægi áreiðanlegra heimilda.

Niðurstaða: Brostnar vonir

Sagt var frá því að fjöldi fólks hefði fjárfest í hlutabréfum hjá Icelandair í trausti þess að hér væri allt á leiðinni af stað á ný.

Þegar allt kom fyrir ekki, þurfti fólk huggun, samkvæmt Guðmundi Jörundssyni.

Guðmundur benti einnig á að Kári Stefánsson hefði lag á að standa uppi sem sigurvegari, hvernig sem færi.

Annars grét þjóðin í raun bara í kór:

mbl.is