Kosið um arftaka Steingríms hjá VG

Steingrímur lætur af þingmennsku eftir kosningarnar í september og mun …
Steingrímur lætur af þingmennsku eftir kosningarnar í september og mun þá hafa setið á þingi í 38 ár. Eggert Jóhannesson

Forval Vinstri-grænna í Norðausturkjördæmi hefst á miðnætti í kvöld, aðfaranótt laugardagsins 13. og stendur til miðnættis á sunnudagskvöld.

Tólf eru í framboði. Niðurstöður forvalsins verða lagðar til grundvallar að framboðslista flokksins í alþingiskosningunum í haust, en þó með þeim fyrirvara að virða þarf reglur um kynjajafnrétti, aldursdreifingu og fleira.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti alþingis, hefur leitt lista Vinstri-grænna í Norðausturkjördæmi frá því flokkurinn var stofnaður en hann hefur gefið það út að hann ætlar að setjast í helgan stein að loknu kjörtímabili og er því ekki meðal frambjóðenda.

Þrjú sækjast eftir því að taka við oddvitasætinu af Steingrími: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður, Óli Halldórsson varaþingmaður og Ingibjörg Þórðardóttir framhaldsskólakennari.

Frambjóðendur eru:

Angantýr Ásgeirsson sálfræðinemi, Akureyri.

Ásrún Ýr Gestsdóttir byggðaþróunarnemi, Akureyri.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður, Ólafsfirði.

Cecil Haraldsson, fyrrverandi sóknarprestur, Seyðisfirði.

Einar Gauti Helgason matreiðslumeistari, Akureyri.

Helga Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi, Eyjafjarðarsveit.

Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður og framhaldsskólakennari, Neskaupstað.

Jana Salóme Jósepsdóttir varabæjarfulltrúi, Akureyri.

Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi, Múlaþingi.

Kári Gautason, framkvæmdastjóri þingflokks VG, Reykjavík.

Óli Haraldsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík.

Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson bóndi, Þingeyjarsveit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert