Þrír grunaðir um brot á vopnalögum

Farþegarnir tveir eru einnig grunaðir um brot á vopnalögum.
Farþegarnir tveir eru einnig grunaðir um brot á vopnalögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bifreið var stöðvuð í Kópavogi um hálffjögurleytið í nótt. Ökumaðurinn framvísaði bráðabirgðaskírteini annars manns og er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, fyrir að veita stjórnvaldi rangar upplýsingar, ítrekaðan akstur bifreiðar sviptur ökuréttindum og brot á vopnalögum.

Tveir farþegar voru í bifreiðinni og eru þeir einnig grunaðir um brot á vopnalögum.

Um hálftíuleytið í gærkvöldi var tilkynnt um búðarhnupl úr verslun í hverfi 108. Par var staðið að þjófnaði á vörum og var vettvangsskýrsla rituð um málið.

Bifreið var stöðvuð í hverfi 105 um hálffjögurleytið í nótt eftir að hafa verið ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir ítrekaðan akstur sviptir ökuréttindum.

mbl.is