Allt sveiflaðist í Grindavík

Óskar Sævarsson í Grindavík, hér á Krýsuvíkurbergi.
Óskar Sævarsson í Grindavík, hér á Krýsuvíkurbergi. mbl.is

„Skjálftinn var mjög öflugur,“ segir Óskar Sævarsson í Grindavík. „Fyrst kom einn mjög snarpur og svo víbraði allt hér á eftir, sennilega í korter. Ég hef aldrei fundið jafn sterkan jarðskjálfta og þennan.“ Upptök jarðsjálftans sem reið yfir laust eftir klukkan 10 virðast hafa verið nærri Grindavík og þar er fólk í uppnámi. 

Óskar var með félögum sínum á sjómannastofunni Vör þegar hræringarnar riðu yfir og þaðan sá hann fólk hlaupa út af vinnustöðum sínum. Margir héldu heim á leið, væntanlega til að líta eftir lausamunum og gæludýrum.

„Bara hér í kringum mig eru menn að fá símhringingar og fólk greinilega að berta saman bækur sínar.”

Inni á Vör færðust lausamuni hafa færst úr stað. „Ljósakrónan hér sveiflast eins og pendúll,“ segir Óskar sem er landvörður á Reykjanesskaganum og er nú á leiðinni út á mörkina til að kanna aðstæður.

Á skrifstofu Þorbjarnarins þusti fólk út og bíður þar átekta.
Á skrifstofu Þorbjarnarins þusti fólk út og bíður þar átekta. Ljósmynd/Eiríkur Óli Dagbjartsson
mbl.is