Fréttamönnum vísað í burtu

Liðsmaður sérsveitarinnar er hann vísaði fjölmiðlum í burtu.
Liðsmaður sérsveitarinnar er hann vísaði fjölmiðlum í burtu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fréttamönnum var gert fara af veginum sem liggur að Keili á sjötta tímanum í dag.

Tveir lögreglubílar mættu á svæðið og var það sérsveitarmaður frá embætti ríkislögreglustjóra sem tjáði blaðamanni og ljósmyndara mbl.is að þeir þyrftu að yfirgefa svæðið sem fyrst þar sem þeir væru á lokunarsvæði.

Björgunarsveitarfólk er einnig á staðnum.

Fjölmiðlar óku því í burtu og eru þeir núna staðsettir á öðru svæði þar sem þeir bíða átekta.   

Björgunarsveitarmaður opna hlið til að hleypa fréttamönnum út af svæðinu.
Björgunarsveitarmaður opna hlið til að hleypa fréttamönnum út af svæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert