Guðmundur Felix alsæll í naglasnyrtingu

Guðmundur Felix er alsæll í naglasnyrtingunni eins og sjá má.
Guðmundur Felix er alsæll í naglasnyrtingunni eins og sjá má. Ljósmynd/Facebook

Guðmund­ur Fel­ix Grét­ars­son, sem fékk ný­verið grædda á sig hand­leggi í Lyon í Frakklandi, virðist duglegur að borða kartöflurnar sínar ef mið er tekið af mynd sem hann birti á facebook-síðu sinni.

Þar sést hann fá aðstoð við að klippa neglur á fingrum sínum.

Guðmundur dvelur nú á endurhæfingarstöð í Frakklandi og virðist hinn kátasti með naglasnyrtinguna en 23 ár eru liðin síðan neglur á fingrum hans voru síðast klipptar.

mbl.is