Átta Covid-flutningar í dag

Dagurinn var annasamur hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Dagurinn var annasamur hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu sinnti átta sjúkra­flutn­ing­um í dag sem tengd­ust Covid-19. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu.

Aðallega var verið að keyra fólk, sem grunur leikur á að sé smitað af kórónuveirunni, í skimun. 

Þá segir hann daginn hafa verið afar annasaman í sjúkraflutningum, ótengdum kórónuveirunni.

mbl.is