Smit á Landspítala

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsmaður á Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær. Hluti sjúklinga og starfsfólks á einn af dagdeildum spítalans hefur verið sendur í sýnatöku vegna þessa og deildinni lokað að hluta.

Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í samtali við mbl.is en Vísir greindi fyrst frá. Smitið kom upp á dagdeild, þar sem sjúklingar fá þjónustu í skamman tíma en dvelja ekki yfir nótt. 

Almannavarnir tilkynntu í síðustu viku að fjölmiðlar fengju ekki lengur upplýsingar um fjölda kórónuveirutilfella um helgar jafnóðum heldur yrðu þær birtar á mánudögum. Því hafa ekki fengist upplýsingar um hve margir greindust á laugardag.

mbl.is