Grjót braut rafmagnsstæðu

Davíð Guðmundsson starfsmaður Landsnets á vettvangi þegar ný stæða var …
Davíð Guðmundsson starfsmaður Landsnets á vettvangi þegar ný stæða var reist. Facebook-síða Landsnets

Greinileg ummerki eru um nýlegt grjóthrun í Ingólfsfjalli við stæðuna sem brotnaði í Selfosslínu 1 á föstudagskvöldið og er það orsök rafmagnsbilunar fyrir helgi. Víðtækt raf­magns­leysi var á Suður­landi föstudag en aðeins í stuttan tíma.

Í samtali við mbl.is á laugardag taldi Þórir Tryggva­son hjá Rarik að vatns­leys­ing­ar í Ing­ólfs­fjalli hefðu valdið auknu grjót­hruni í fjall­inu. Skemmda stæðan hef­ur lík­lega orðið fyr­ir barðinu á ein­um hnull­ungn­um og í kjöl­farið hef­ur raf­magnið slegið út. Um helgina kom í ljós að svo var og sýnir meðfylgjandi mynd það glöggt.

mbl.is