Rúmlega 600 skjálftar frá miðnætti

Allir yfirfarnir jarðskjálftar frá klukkan 18 í gær.
Allir yfirfarnir jarðskjálftar frá klukkan 18 í gær. Kort/Veðurstofa Íslands

Frá því á miðnætti í dag hafa rúmlega 600 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga.

Mestur hluti virkninnar hefur verið við sunnanvert Fagradalsfjall. Skjálfti af stærð 3,2 varð upp úr kl. 1 í nótt í Nátthaga og var það stærsti skjálftinn eftir miðnætti, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Virknin var að mestu bundin við sunnanvert Fagradalsfjall.
Virknin var að mestu bundin við sunnanvert Fagradalsfjall. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í gær mældust rétt rúmlega 3.000 jarðskjálftar á Reykjanesskaga með sjálfvirka jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar. Stærsti skjálftinn mældist kl. 14:15 af stærð 5,4 um 2,5 km vestur af Nátthaga.

Í gærkvöldi mældust fjórir skjálftar frá 3,3 til 3,6 að stærð, þrír þeirra í nágrenni við Fagradalsfjall og einn NV við Grindavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina