Öll myndskeiðin af eldsumbrotunum

Myndir af gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall sem voru teknar …
Myndir af gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall sem voru teknar í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fátt vekur áhuga ljósmyndara og kvikmyndatökumanna jafn rækilega og eldgos. Myndefni af gosinu í Geldingadal hefur verið streymt í skjái landsmanna sem aldrei fyrr og hér er samantekt á myndskeiðunum sem hafa birst á mbl.is frá því að gosið hófst.

Fyrstu myndirnar bárust frá þyrlu Landhelgisgæslunnar um miðnætti.

Tökuteymi frá mbl.is arkaði upp á fjall í nótt til að komast í návígi við gosstöðvarnar.

Sigurður Þór Helgason komst í hann krappan þegar hann náði þessum mögnuðu drónamyndum af gosinu í nótt. Líklega væri þó réttara að segja að dróninn hefði komist í hann krappan en hann þurfti að nauðlenda í hrauninu.

Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, fór í þyrluferð yfir Geldingadal þegar birti til í morgun. Þar má vel sjá kraftana sem eru að verki sem eru ansi tilkomumiklir þótt einhverjum þyki þeir mögulega krúttlegir.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert