Gjörbreytt landslag á gossvæðinu

Myndin var tekin 31. júlí 2011. Svæðið hefur breyst örlíltið …
Myndin var tekin 31. júlí 2011. Svæðið hefur breyst örlíltið síðan. Ljósmynd/Arnþór Óli Arason

Útsýnið þegar horft er af Fagradalsfjalli austur yfir Geldingadali hefur breyst töluvert síðustu daga eftir að eldgos hófst á föstudagskvöld.

Breytingin er greinileg þegar borin er saman mynd sem Arnþór Óli Arason tók 31. júlí 2011 og skjáskot úr vefmyndavél RÚV þar sem horft er yfir sama svæði í dag.

Ásýnd svæðisins er önnur í dag.
Ásýnd svæðisins er önnur í dag. Skjáskot/RÚV

Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, hall­ast að því eld­gosið í Geld­inga­dal í Fagra­dals­fjalli geti þró­ast í svo­nefnt dyngjugos. Slík gos geta getið af sér heilu fjöll­in og vara oft árum sam­an.

mbl.is