Boða blaðamannafund út af manndrápi

Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðar til blaðamannafundar í dag klukkan 14:03 vegna rannsóknar embættisins á manndrápi við Rauðagerði í síðasta mánuði. Bein lýsing verður frá fundinum á mbl.is. 

Vegna nýrra sóttvarnareglna verður um fjarfund að ræða, en fyrirkomulag fundarins verður með sama hætti og upplýsingafundir almannavarnadeilar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis.

Tveir voru á miðvikudag úrskurðaðir í tíu vikna farbann, eða til miðvikudagsins 2. júní, í Héraðsdómi Reykjavíkur að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á drápinu á Arm­ando Bequiri sem var skot­inn til bana fyr­ir utan heim­ili sitt í Rauðagerði laug­ar­dags­kvöldið 13. fe­brú­ar. 

Báðir höfðu áður sætt gæsluvarðhaldi, en ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert