Sama gildi um farsóttarhús og fangelsisvist

Lagalega má leggja dvöl í farsóttarhúsi að jöfnu við fangelsisvist.
Lagalega má leggja dvöl í farsóttarhúsi að jöfnu við fangelsisvist. mbl.is/Árni Sæberg

Þeir sem eru skikkaðir í far­sótt­ar­hús eiga rétt á að bera sitt mál und­ir dóm­stóla og vænta úr­sk­urðar líkt og gild­ir um gæslu­v­arðhald en all­ur kostnaður af slík­um mál­um fell­ur á rík­is­sjóð. Þetta seg­ir Berg­lind Svavars­dótt­ir, formaður Lög­manna­fé­lags Íslands.

„Sam­kvæmt lög­un­um er hægt að óska eft­ir úr­lausn dóm­stóla við þessa íhlut­un [í frelsi fólks] og það er nátt­úru­lega atriði sem hver og einn hlýt­ur að skoða vel og vand­lega. Þetta er svipað og á við þegar um lögræðis­svipt­ing­ar er að ræða,“ seg­ir hún.

Þeir sem verði fyr­ir rétt­inda­skerðing­unni eigi rétt á að bera slík mál und­ir dóm­stóla á kostnað rík­is­ins.

Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir mikilvægt að einstaklingar sem …
Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir mikilvægt að einstaklingar sem skikkaðir eru í farsóttarhús leiti réttar síns. Ljósmynd/Aðsend

Er al­veg ljóst að all­ir eiga rétt á dóms­úrsk­urði þegar þeir eru skikkaðir í far­sótt­ar­hús?

„Mér skilst það eft­ir því sem mér er best kunn­ugt um. Ég segi þetta svo sem með öll­um fyr­ir­vör­um, þetta er allt sam­an dá­lítið nýtt fyr­ir okk­ur öll­um og hef­ur ekki reynt á þessi úrræði,“ segir Berglind. 

„Mik­il íhlut­un í frelsi fólks“

Frá og með morg­un­deg­in­um verða þeir sem koma frá rauðum svæðum skv. reglu­gerð heil­brigðisráðherra skyldaðir í fimm daga dvöl í far­sótt­ar­húsi. Berg­lind legg­ur áherslu á að aðgerðin feli í sér mikla íhlut­un í frelsi fólks og til þess þurfi skýra laga­heim­ild:

„Þetta er gríðarlega mik­il íhlut­un í frelsi fólks og það þarf að gæta að öll­um grund­vall­ar­mann­rétt­indum. Það má jafna þessu við fang­elsis­vist, það er verið að skikka fólk á ákveðinn stað og það virðist ekki skipta máli hvort um sé að ræða ís­lenska rík­is­borg­ara eða rík­is­borg­ara annarra landa,“ sagði hún í sam­tali við mbl.is.

Að lok­um seg­ir Berg­lind mik­il­vægt að hver og einn staldri við og skoði hvort beita eigi rétt­in­um til þess að fara með mál sitt fyr­ir dóm sé hann skikkaður í far­sótt­ar­hús. 

mbl.is

Bloggað um fréttina