Sátu fastir í klaka á Kjalvegi

Saga þurfti ísinn í kringum bílana til að fá þá …
Saga þurfti ísinn í kringum bílana til að fá þá lausa. Ljósmynd/Björgunarfélagið Blanda

Björgunarfélaginu Blöndu á Blönduósi barst útkall upp úr klukkan átta í gærkvöldi vegna tveggja bíla sem sátu fastir í ís og klaka á Kjalvegi.

Hjálmar Guðmundsson, formaður Blöndu, segir við mbl.is að stanslaus umferð sé um Kjalveg og að það sé þekkt á þessum slóðum að stórir pollar myndist í lægðum, sem frysti svo þegar kólnar.

Bílarnir fóru því ekki út af veginum, heldur festust bara í klaka á miðjum Kjalveginum.

Saga þurfti ísinn

„Það var þó nokkur viðbúnaður. Við fengum flugbjörgunarsveitina frá Varmahlíð til aðstoðar þarna um miðnætti,“ segir Hjálmar.

Síðustu menn komu svo hús um þrjúleytið í nótt, að sögn Hjálmars, eftir að vel hafði gengið að losa bílana. Saga þurfti ísinn í kringum bílana til að draga þá upp úr ísvatninu.

Hjálmar segir að aðstæður á vettvangi hafi ekki verið sérstaklega erfiðar. Það sem aftur á móti gerði þeim erfitt fyrir var hversu langt bílarnir voru úti á klakanum.

Félagar frá Blöndu skruppu í aðgerðir á Kjalvegi i gærkvöldi. Þar fóru 2 bílar niður um ís og þurftu aðstoð, engan...

Posted by Björgunarfélagið Blanda on Laugardagur, 3. apríl 2021
mbl.is