Hjón með lítið barn leggja fram kæru

Fyrirtaka í þremur málum fer fram klukkan 15 í Héraðsdómi …
Fyrirtaka í þremur málum fer fram klukkan 15 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ljósmynd/Þór

Hjón með ungbarn hafa kært ákvörðun stjórnvalda um að vera skikkuð í sóttkví á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. Hjónin fara fram á að þeim verði birt ákvörðun sóttvarnalæknis um að þau skuli vera á sóttkvíarhóteli og að sú ákvörðun verði borin undir héraðsdóm. 

Ómar R. Valdimarsson, lögmaður hjónanna, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Kæra hjónanna er sú fjórða af þessu tagi. Fyrirtaka í þremur málum fer fram klukkan 15 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn kröfugerð þar sem hann fer fram á að ákvörðun hans um að fólkið sæti sóttkví á sóttkvíarhóteli verði staðfest. 

Búist er við að úrskurður liggi fyrir í málunum þremur síðdegis í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert