Mennirnir fundnir

Útkallið barst fyrir klukkan 22 í kvöld.
Útkallið barst fyrir klukkan 22 í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mennirnir tveir, sem leitað var eftir að þeir týndust við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga í kvöld, eru komnir í leitirnar.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is komust þeir sjálfir úr ógöngum sínum og hittu fyrir björgunarsveitarmenn, sem þá höfðu verið kallaðir út til leitarinnar.

Heim­ild­ir mbl.is herma að um sé að ræða tvo belg­íska ferðamenn.

Útkallið barst rétt fyr­ir klukk­an 22 í kvöld. Menn­irn­ir tveir náðu sjálf­ir að hringja í Neyðarlín­una og óska eft­ir aðstoð, sagði í til­kynn­ingu frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg fyrr í kvöld.

Þeir hóp­ar björg­un­ar­sveitar­fólks og lög­reglu sem voru á svæðinu hófu strax leit um leið og meiri mann­skap­ur var kallaður út.

mbl.is