Gossvæðið lokað á morgun

Lokað verður á gossvæðið á morgun.
Lokað verður á gossvæðið á morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í ljósi veðurspár fyrir morgundaginn hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að gossvæðið verði lokað á morgun.  Veðurspáin hljóðar upp á suðaustan hvassviðri og úrhellisrigningu.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þar segir að við veðuraðstæður eins og búast má við á morgun verði allar leiðir, hvort heldur er gönguleiðir eða neyðarvegur viðbragðsaðila eitt forarsvað.

Því geti reynst erfitt fyrir viðbragðsaðila að bregðast við útköllum og sinna eftirliti á svæðinu.

mbl.is