„Ég hef aldrei séð Seljalandsfoss svona áður“

Seljalandsfoss hefur breyst töluvert í kjölfar mikillar úrkomu.
Seljalandsfoss hefur breyst töluvert í kjölfar mikillar úrkomu. Ljósmynd/Samsett

Óhætt er að segja að úrkoman í dag og hiti undanfarna daga hafi sett svip sinn á Seljalandsfoss og var vegfarandi nokkur hissa á ásýnd fossins í dag og ritar hann mbl.is: „Ég hef aldrei séð Seljalandsfoss svona áður.“

Vegfarandinn sendi mbl.is meðfylgjandi mynd og sést hvernig jarðvegur og annað laust efni litar fossinn. Ekki síst sést hversu gríðarlegt magn af vatni fellur niður af berginu.

Svona var Seljalandsfoss í dag.
Svona var Seljalandsfoss í dag. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Töluverður munur er á því hvernig fossinn var fyrir aðeins …
Töluverður munur er á því hvernig fossinn var fyrir aðeins viku síðan. mbl.is/Þorsteinn

Töluverð úrkoma hefur verið á Suðurlandi í dag og hefur borið á vatnavöxtum. Til að mynda vann Vegagerðin í dag að því að verja þjóðveg eitt yfir Steinslæk.

mbl.is