Nektarmyndum af Palla dreift í leyfisleysi

Páll Óskar Hjálmtýsson.
Páll Óskar Hjálmtýsson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Páll Óskar Hjálmtýsson hefur deilt nektarmyndum af sér sem hann sendi í trúnaði á óprúttinn aðila sem tók að deila þeim til annarra.

Páll segir í facebookfærslu að hann sé þannig að skila skömminni, aftur til „fávitans“ sem ætlaði að láta hann skammast sín fyrir að hafa líkama og lifa kynlífi. Myndirnar hafði Páll Óskar sent á stefnumótaforritinu Grindr.

Vísar í lög um stafrænt kynferðisofbeldi

„Já, gott fólk. Svona lít ég út.

Fávitinn, sem ég sendi þessar myndir í trúnaði á Grindr og er nú að dreifa þeim út um allt - til að fá mig til að skammast mín fyrir að hafa líkama og lifa kynlífi - er rúmlega 30 árum of seinn!
Njótið vel,“ segir Páll Óskar á facebooksíðu sinni.
Ásamt því að deila myndunum deilir Páll Óskar skjáskoti af vefsíðu Alþingis, þar sem sjá má lög um kynferðislega friðhelgi. Þau lög voru samþykkt í febrúar síðastliðnum og varða stafrænt kynferðisleg ofbeldi. Dreifing kynferðislegs myndefnis eða myndefnis sem sýnir nekt er brot sem getur varðað allt að fjögurra ára fangelsisvist.

mbl.is