Ranglega feðraður í níutíu ár

Hörður Jón Fossberg Pétursson.
Hörður Jón Fossberg Pétursson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Hann situr í dyragættinni í djúpum stól og er þokkalega drukkinn. Hann tekur á móti okkur krökkunum og er ég seinastur í röðinni inn. Þá ýtir hann í mig með fætinum og segir: „Ég á nú ekkert í þér!““

Þannig segir Hörður Jón Fossberg Pétursson frá því þegar hann, sem lítill drengur, fékk fyrstu vísbendingu um að hann ætti annan föður en talið var.

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins rekur Hörður sögu sína, sem er lyginni líkust. Hörður segir það merkilegt að staðfesta loks faðernið, og það kominn á tíræðisaldur. DNA-próf staðfestu það sem hann alla tíð grunaði; að hann væri af Fossberg-ættinni. Hann lét því breyta nafni sínu í þjóðskrá nú nýlega. „Þetta er hálfgerð endurfæðing. Má maður halda skírnarveislu?“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »