Árekstur á Suðurlandi

Árekstur varð á Biskupstungnabraut á Suðurlandi um klukkan hálfellefu í morgun. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var um tvær bifreiðar að ræða sem skullu saman. Þrír voru í bifreiðunum. Enginn slasaðist alvarlega en talsverðar skemmdir urðu á bifreiðunum. 

Lögreglan segir að ástæða slyssins sé rakin til færðar á vegi.  

mbl.is