27 smit innanlands – 25 voru í sóttkví

Mjög alvarlegt hópsmit hefur komið upp á leikskólanum Jörfa við …
Mjög alvarlegt hópsmit hefur komið upp á leikskólanum Jörfa við Hæðargerði og smitin meðal starfsmanna 15 talsins eða tæplega helmingur allra sem þar starfa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greindust 27 með kórónuveiruna innanlands í gær. Það þýðir að um helgina, það er við sýnatöku á laugardag og sunnudag, greindust 40 ný Covid-smit. Af þeim eru langflest tengd leikskólanum Jöfra. Af þeim 27 sem greindust í gær voru 25 í sóttkví. Alls voru tekin um eitt þúsund sýni innanlands og 547 á landamærunum. 

Nú eru 97 í einangrun og 386 í sóttkví. Í skimunarsóttkví eru 922. Alls eru þrír á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 

Smitum meðal ungra barna hefur fjölgað hratt um helgina og eru nú 14 smit meðal barna á aldr­in­um 1-5 ára, 14 smit eru á meðal barna á aldr­in­um 6-12 ára og eitt í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. 

Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 14 smit, 15 smit eru í ald­urs­hópn­um 30-39 ára, 19 smit eru í ald­urs­hópn­um 40-49 ára, 12 smit eru í ald­urs­hópn­um 50-59 ára, fimm meðal fólks á sjö­tugs­aldri og þrír á átt­ræðis­aldri eru með Covid-19.  

Enginn greindist með Covid á landamærunum í gær en á laugardag voru tveir með mótefni. Á föstudag greindust tvö smit við seinni sýnatöku á landamærunum. 

Nýgengi innanlands á hverja 100 þúsund íbúa hefur hækkað mikið frá því á föstudag. Fór úr 12,5 í 20,7. Á landamærunum hefur það aftur á móti lækkað, fór úr 7,1 á föstudag í 6,8 í dag. 

Fréttin verður uppfærð



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert