Noti bóluefni Janssen í næstu viku

Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir á fundi dagsins.
Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir á fundi dagsins. Ljósmynd/Almannavarnir

Framboð bóluefna gegn Covid-19 er að aukast þessa dagana. Í gær barst niðurstaða frá Lyfja­stofn­un Evr­ópu (EMA) þess efnis að hægt verði að nota bóluefni Janssen, sem hafði verið til skoðunar vegna mögulegra tengsla bóluefnisins við sjaldgæfa tegund blóðtappa.

Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna. Hún býst við að bóluefni Janssen verði notað í næstu viku.

Lyfja­stofn­un Evr­ópu (EMA) hef­ur fundið mögu­leg tengsl milli bólu­efn­is­ Jans­sen og mjög sjald­gæfr­ar teg­und­ar blóðtappa sem urðu til þess að yf­ir­völd í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um gerðu hlé á bólu­setn­ing­um við Covid-19 með bólu­efn­inu í síðustu viku.

Lyfja­stofn­un­in sagði í yf­ir­lýs­ingu í gær að ör­ygg­is­nefnd henn­ar hefði kom­ist að þeirri niður­stöðu að bæta ætti viðvör­un við upp­lýs­ing­ar um bólu­efnið sem fram­leitt er af John­son & John­son en bætti þó við að ávinn­ing­ur af bólu­efn­inu væri meiri en áhætta þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert