Einkaframtak nauðsynlegt í heilbrigðisgeiranum

Aðkoma einkaaðila í heilbrigðisgeiranum er sjálfsögð og hræðsluáróður um einkavæðingu í honum villandi. Hins vegar getur sú kredda, að einkaframtakið megi þar hvergi koma nærri, verið stórhættuleg, eins og komið hafi í ljós í hópsmitinu í Landakoti.

Þetta er meðal þess sem Halla Sigrún Mathiesen, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, nefnir um nýjar áherslur í heilbrigðismálum og opinberum rekstri. Tillögur ungra sjálfstæðismanna um nýja stefnumótun eftir heimsfaraldur eru til umræðu í viðtali við hana í Þjóðmálunum á Dagmálum Morgunblaðsins, en streymið er opið öllum áskrifendum Morgunblaðsins. Þáttinn má finna á www.mbl.is/Dagmál

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert