Þarf að skipta um stefnu eftir faraldurinn

Halla Sigrún Mathiesen, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir nauðsynlegt að hlutverk og umfang hins opinbera verði tekið til umræðu sem fyrst. Til þess gefist gott tækifæri nú í aðdraganda kosninga, að fram fari heildstæð umræða um það hvernig fólk vilji haga viðspyrnunni eftir að heimsfaraldrinum linni. Hvaða áherslur þjóðin vilji hafa, ekki síst í opinberum rekstri. Við blasi að ekki sé hægt að halda áfram á sömu braut og áður, hvað þá með inngrip af þeirri stærðargráðu sem brugðið hafi verið á í faraldrinum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Höllu Sigrúnu í Þjóðmálunum í dag, en þar er einmitt farið yfir nýútgefnar tillögur ungra sjálfstæðismanna um það hvað tekið geti við eftir kórónuveiruna. Þátturinn er opinn áskrifendum Morgunblaðsins og má nálgast á www.mbl.is/Dagmál

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert