„Hvað er sýnilegra en 1.000 mótorhjól?“

Frá upphafi keyrslunnar sem fer af stað klukkan 12.30.
Frá upphafi keyrslunnar sem fer af stað klukkan 12.30. mbl.is/Árni Sæberg

Sniglarnir leggja af stað í sína árlegu mótorhjólakeyrslu klukkan 12.30 í dag en tilgangurinn með keyrslunni er að vekja athygli fólks á því að mótorhjól séu mætt aftur á göturnar. Fimmtíu hjól eru saman í hverjum hópi og voru ökumenn beðnir um að vera grímuklæddir. 

Að sögn nokkurra ökumanna í hópnum er fínasta stemmning á meðal mótorhjólamannanna og spyrja þeir: „Hvað er sýnilegra en 1.000 mótorhjól?“

mbl.is

Bloggað um fréttina