Hrauntungurnar tvær runnu saman í eina

mbl.is/Ásdís
Rétt fyrir miðnætti í nótt runnu hrauntungurnar tvær á Reykjanesskaga saman í eina þegar lítið kvikustrókahraun í gegnum skarð á suður-rima gígs 5b og stutta vegalengd niður hlíðina. Um er að ræða fyrsta hreina kvikustrókahraunið í gosinu.
Þetta kemur fram í færslu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands 
„Kvikustrókahraun myndast þegar hraunsletturnar/-klessurnar falla svo þétt að þær renna saman í eina heild við lendingu og flæða síðan eins og hraun. Með öðrum orðum, þær falla með svo stuttu millibili að hraunsletturnar hafa ekki tíma til að kólna og stífna áður en sú næsta fellur ofan á þær,“ segir í færslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert