Myndir varpa ljósi á umfang brunans

Horft í vestur í átt að höfuðborginni.
Horft í vestur í átt að höfuðborginni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki er vitað ná­kvæm­lega hversu stórt svæði varð sinueldunum í Heiðmörk að bráð. Í Morgunblaðinu í dag er talað um að minnst fimm hektarar skóg­lend­is hafi horfið undir eldinn.

Þessi barrtré virðast hafa sloppið, þó tíminn verði ef til …
Þessi barrtré virðast hafa sloppið, þó tíminn verði ef til vill að leiða það í ljós. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á meðfylgjandi myndum má gera sér betur grein fyrir umfanginu og skemmdunum sem urðu á gróðri í þessari útivistarperlu ofan við borgina.

Horft yfir svæðið úr lofti.
Horft yfir svæðið úr lofti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þegar mest lét í gær voru yfir 60 slökkviliðsmenn að störf­um og annað eins frá björg­un­ar­sveit­um en til­kynnt var um eld­inn klukk­an 15.20. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar flaug 17 ferðir og sótti vatn úr nær­liggj­andi vötn­um til að dreifa yfir eld­inn.

Eldurinn náði ekki að læsa tungum sínum um allt.
Eldurinn náði ekki að læsa tungum sínum um allt. mbl.is/Kristinn Magnússon
Grænt og grátt kallast á, eftir að allt er gengið …
Grænt og grátt kallast á, eftir að allt er gengið yfir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ekkert gat brunnið á veginum og sést hann því skýrt …
Ekkert gat brunnið á veginum og sést hann því skýrt á myndum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Tilkynnt var um eldinn upp úr klukkan þrjú.
Tilkynnt var um eldinn upp úr klukkan þrjú. mbl.is/Kristinn Magnússon
Slökkvistarfið skilaði bersýnilega árangri.
Slökkvistarfið skilaði bersýnilega árangri. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert