Engin börn send heim en biðlað til foreldra

Fjölmargir starfsmenn leik- og grunnskóla voru bólusettir með Janssen-bóluefninu í …
Fjölmargir starfsmenn leik- og grunnskóla voru bólusettir með Janssen-bóluefninu í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki hefur þurft að senda börn heim og loka neinum leikskóla í Garðabæ í dag vegna veikinda starfsfólks í kjölfar bólusetninga í gær segir Hulda Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi Garðabæjar. Aftur á móti hefur í einhverjum leikskólum verið biðlað til foreldra um hvort þeir geti létt undir með starfsfólki, svo sem sótt börnin fyrr. Allt sé gert til að halda starfseminni gangandi segir hún. 

Að sögn Huldu er eitthvað um forföll í dag en um helmingur starfsfólks leik- og grunnskóla Garðabæjar fóru í bólusetningu við Covid-19 í gær. Þessu var skipt í einhver holl einmitt til þess að geta haldið starfseminni gangandi,“ segir Hulda. Hún segist ekki vera með nákvæmar tölur yfir forföll en að eitthvað hafi verið um það meðal starfsfólks í leik- og grunnskólum. 

Í gær var stór hópur bólusettur með Janssen-bóluefninu en aðeins þarf að bólusetja einu sinni með því til að mynda góða vörn við Covid-19.

mbl.is