Ölvun og ólæti en annars rólegt

mbl/Arnþór

Frekar lítið var um verkefni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en eitthvað um tilkynningar vegna ölvunar og óláta. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar fyrir tímabilið frá klukkan 17 í gær þangað til fimm í morgun. 

Lögreglu barst meðal annars tilkynning um sinueld en sú tilkynning reyndist ekki á rökum reist.

Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna og ein tilkynning barst um innbrot og er málið í rannsókn.

mbl.is