Ginsburg hefði misst 17 ár

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, fjallaði í dag, sem oftar, um Ruth Bader Ginsburg og störf hennar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

Mér varð hugsað til uppáhaldsdómarans þegar ég las þennan dóm, hvernig hún hefði teiknað upp röksemdirnar kæmi svona dómsmál inn í hennar sal. Þar gilti þessi regla að vísu ekki og 70 ára reglan hefðu leitt til þess að hún hefði ekki dæmt nein mál síðustu 17 árin af ferli sínum.

Það hefði verið alvarlegur missir fyrir bandarískt samfélag. Hún sat sem dómari til dauðadags, lést 87 ára að aldri, og komu margir af hennar þýðingarmestu dómum síðustu árin. Hvaða lærdóm og reynslu drögum af því?,“ sagði Þorbjörg Sigríður. 

Tilefnið var mál kennara sem vildi fá uppsögn sína dæmda ógilda. Ástæða starfslokanna var einfaldlega að kennarinn hafði náð 70 ára aldri og taldi kennarinn ómálefnalegt að aldurinn einn réði því að hann fengi ekki lengur að kenna. 

Þorbjörg fagnaði vinnu hjá Reykjavíkurborg um sveigjanleg starfslok sem veita fólki valfrelsi um starfslok. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert