Baldur mögulega á flot á morgun

Breiðafjarðarferjan Baldur.
Breiðafjarðarferjan Baldur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ráðgert er að Breiðafjarðarferjan Baldur verði kominn á flot á allra næstu dögum, jafnvel mögulega á morgun, miðvikudag, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Ef það gengur eftir eru nokkur verk sem voru á verkefnalistanum óunnin og verða þau kláruð við bryggju. Eftir það er að stilla, setja í gang, prufusigla og síðan verður siglt í Stykkishólm á laugardag eða sunnudag. Með þetta í huga er enn stefnt að því að sigla samkvæmt áætlun ekki síðar en mánudaginn 17. maí segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert