Auglýsingin nafnlaus vegna mistaka

Lyfjastofnun
Lyfjastofnun mbl.is/Hjörtur

Auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu í gær, þar sem fólk er hvatt til þess að tilkynna aukaverkanir vegna bólusetninga gegn kórónuveirunni, er ekki á vegum Lyfjastofnunar.

Þetta sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, við mbl.is í gær. Hún sagði grafalvarlegt að í auglýsingunni birtust upplýsingar um óstaðfestar aukaverkanir og jafnvel kolrangar. Leiðbeiningar um hvernig skal tilkynna aukaverkanir voru einnig rangar.

Ekki auglýsing frá yfirvöldum

Auglýsingin var keypt af Bjuti ehf., sem Vilborg Björk Hjaltested er eigandi að, og láðist að birta þær upplýsingar vegna mistaka.

Rúna segir alvarlegt að auglýsingin líti út fyrir að vera frá opinberum aðilum.

„Þær athugasemdir sem við gerum er auðvitað í fyrsta lagi að það er verið að láta líta út fyrir að þetta séu einhver yfirvöld sem eru að auglýsa þarna, sem er ekki náttúrulega,“ sagði Rúna. Hún sagði einnig alvarlegt að mistökin gætu tafið fyrir mikilvægum störfum Lyfjastofnunar.

„Þarna er verið að hvetja fólk til að hringja eða senda tölvupóst, það er lítið gagn í því og þá er hætta á því að komi fram rekjanlegar persónuupplýsingar og upplýsingar sem ekki er hægt að skrá. Það á alltaf að nota eyðublaðið sem er á vefsíðu okkar og er tiltölulega einfalt í notkun.“

Athugasemd frá Árvakri

Vegna mistaka birtist í Morgunblaðinu í gær auglýsing sem ekki var merkt auglýsanda og sem jafnvel hefði mátt ætla af texta auglýsingarinnar að væri frá Lyfjastofnun. Auglýsinguna keypti Bjuti ehf.

Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »