Bókanir berast og hvalaskoðunarferðum fjölgar

Ein ferð á dag út með Náttfara, sem hér sést …
Ein ferð á dag út með Náttfara, sem hér sést koma inn til hafnar úr leiðangri þar sem hvalavöður sáust. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Farþegum fjölgar með hverjum deginum sem líður,“ segir Stefán Jón Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar á Húsavík.

Á vegum fyrirtækisins er nú farið í eina hvalaskoðunarferð á dag með bátnum Náttfara. Farið er út á Skjálfandaflóa og í flestum ferðum sjást hvalir, þótt aldrei sé á vísan að róa því náttúran er duttlungafull.

Mest og helst sést hnúfubakur á Skjálfanda, en einnig bregður fyrir hrefnum og hnísum. Einnig hafa langreyðar og háhyrningar sést í vor, en þó ekki oft.

Náttfari leggur úr höfn á hverjum degi klukkan 13 og tekur ferðin þrjár klukkustundir. Alls tekur báturinn 90 manns, en 47 voru með í ferð gærdagsins. Margir farþeganna voru erlendir, ekki síst Bandaríkjamenn, en með fjöldabólusetningum vestra eru leiðir til Íslands þaðan nú greiðar. „Við byrjuðum aftur með eina ferð á dag fyrir nokkrum síðan og vonandi er stutt í að við getum bætt annarri við. Íslendingar leggjast í ferðalög strax þegar starfi grunnskólanna lýkur,“ segir Stefán Jón í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert