Víkingaklúbburinn Íslandsmeistari skákfélaga

Víkingaklúbburinn bar sigur úr býtum á Íslandsmóti skákfélaga, sem kláraðist …
Víkingaklúbburinn bar sigur úr býtum á Íslandsmóti skákfélaga, sem kláraðist í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í dag. Ljósmynd/Aðsend

Víkingaklúbburinn vann öruggan sigur á Íslandsmóti skákfélaga þrátt fyrir að hafa beðið lægri hlut gegn Skákfélaginu Hugin í dag. Hafnaði Skákfélag Selfoss og nágrennis í öðru sæti og varð Huginn í þriðja.

Sigur Víkingaklúbbsins var stór og sannfærandi en félagið var með fimm vinninga forskot á Hugin í lokin; Víkingaklúbburinn endaði með 53 vinninga en Huginn 48. 

Í 2. deild bar skákdeild KR sigur úr býtum eftir sigur gegn Taflfélagi Vestmannaeyja sem hafnaði í öðru sæti en b-sveit Skákfélags Akureyrar lenti í þriðja sæti.

Vignir Vatnar Stefánsson náði þá sínum þriðja og síðasta áfanga að alþjoðlegum meistaratitli og getur þar með titlað sig alþjóðlegan meistara á næstu mánuðum. Hjörvar Steinn Grétarsson stóð sig einnig vel á mótinu og skreið yfir 2.600 stiga múrinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert