Kötlugos í heilt ár

Þríleikur Lilju Sigurðardóttur um athafnakonuna Öglu, Gildran, Netið og Búrið, naut mikillar hylli hér á landi og erlendis. Í smíðum er sjónvarpþáttaröð sem byggist á bókaröðinni.

Í Dagmálum kemur fram að Lilja er nú að skrifa handrit að þáttaröðinni, en hún er líka að vinna að fleiri þáttum. „Ég er í teymi sem er að skrifa sjónvarpsþáttaröð úr Gildrunni, Netinu og Búrinu, sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir, og það fer vonandi í tökur á næsta ári.

Annað verkefni sem ég er að vinna að er Katla, ég var í því teymi, skrifaði einn part í vísindaskáldsöguseríu sem er væntanleg á Netflix. RVK Studios gerir þættina fyrir Netflix og við vorum þrjú í handritsteyminu, ég, Sigurjón Kjartansson og Davíð Már Stefánsson. Þetta eru þættir sem gerast á Vík í Mýrdal eftir að Katla hefur gosið í ár og undarlegir hlutir fara að gerast. Þetta er mjög spennandi og verður gaman að sjá hvernig fólk tekur þessu.“

Hægt er að horfa á viðtalið við Lilju í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert