MDE staðfestir dóm um staðgöngumæður

Mannréttindadómstóll Evrópu.
Mannréttindadómstóll Evrópu.

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest niðurstöðu Hæstaréttar í máli kvennanna tveggja sem fengu ekki að skrá sig sem mæður drengs vegna þess að hann fæddist með hjálp staðgöngumóður í Bandaríkjunum og staðgöngumæðrun er óheimil samkvæmt íslenskum lögum.

Áður hefur MDE komist að þeirri niðurstöðu að staðgöngumæðrun geti ekki falið í sér myndun fjölskyldutengsla í skilningi ákvæðis Mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi fjölskyldunnar en nú lýsti dómurinn því hinsvegar að þrátt fyrir að engin líffræðileg bönd væru til staðar væri ekki hægt að neita því að fjölskyldubönd hefðu komist á milli drengsins og kvennanna.

Hinsvegar taldi MDE að íslensk lög sem bönnuðu staðgöngumæðrun hefðu lögmætt markmið og sama gilti um ákvörðun Hæstaréttar að neita að viðurkenna erlenda dómsúrlausn til ákvörðunar á móðerni barns enda eru til sérstök íslensk lög um hvernig því skuli háttað. 

mbl.is