„Það er gott að við fórum ekki þessa leið upp“

Hraun tók að renna niður í Nátthaga fyrr í dag, yfir Nátthagagönguleiðina að Geldingadölum. 

Viktor Jens Vigfússon var staddur skammt frá brúninni þar sem hraunið rann niður og festi það á filmu. Mikinn reyk lagði yfir svæðið þegar hraunið sveið gróður. 

Heyra má Viktor segja „það er gott að við fórum ekki þessa leið upp,“ í myndskeiðinu. 

Í nótt rann hraun yfir eystri varn­argarðinn á Fagra­dals­fjalli, en varn­arg­arðarn­ir voru gerðir í því skyni að seinka því að hraun renni í Nátt­haga og nái þannig seinna að ljós­leiðara sem þar ligg­ur og hring­teng­ir Reykja­nes, og að Suður­strand­ar­vegi. 

Hraunið rann í fyrsta sinn niður í Nátthaga fyrr í …
Hraunið rann í fyrsta sinn niður í Nátthaga fyrr í dag. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert