Stjórn ÍFF harmar að vera dregin inn í umræðu

Vignir Örn Guðnason formaður Íslenska flugstéttafélagins.
Vignir Örn Guðnason formaður Íslenska flugstéttafélagins.

Stjórn Íslenska flugstéttarfélagsins harmar það að nöfn þeirra hafi verið dregin inn í umræðuna um kjarasamninga félagsins við Play.

„Samningarnir voru gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn og fulltrúum þeirra, á þeim tíma er fá störf voru við okkar fög á Íslandi. Ríkissáttasemjara hefur verið afhent skjöl þar sem nöfn þeirra sem skrifuðu undir samningana koma fram. Ekki eru allir þeir sem skrifuðu undir samningana í vinnu hjá PLAY,“ segir í yfirlýsingunni sem send var fjölmiðlum nú rétt eftir hádegi.

Undir yfirlýsinguna skrifa Vignir Örn Guðnason formaður, Friðrik Már Ottesen varaformaður og Margeir Stefánsson sem er meðstjórnandi.

mbl.is