Í leyfi frá störfum eftir ábendingar

Deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildar Landspítala er í leyfi frá störfum.
Deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildar Landspítala er í leyfi frá störfum. mbl.is/Árni Sæberg

Deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildar Landspítala er í leyfi frá störfum, að beiðni stjórnenda spítalans í kjölfar ábendinga um aðbúnað og starfsaðstæður á deildinni. 

RÚV greindi fyrst frá. 

Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu á Landspítalanum, segir ekki vera langt síðan leyfið kom til. Hún segir málið hins vegar vera viðkvæmt og því sé ekki hægt að greina betur frá því á meðan það sé í vinnslu. 

Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu á Landspítalanum.
Nanna Briem, forstöðumaður geðþjónustu á Landspítalanum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Embætti landlæknis hugar nú að málinu en Nanna segir að allar kvartanir og ábendingar um starfsemina séu teknar alvarlega, alveg sama hvað það sé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert