Skóflustunga að nýrri viðbyggingu

Bjarnir Benediktsson mundar skófluna á Keflavíkurflugvelli.
Bjarnir Benediktsson mundar skófluna á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20 þúsund fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

Framkvæmdir við bygginguna eru að hefjast og stefnt er að því að hún verði tekin í notkun árið 2024. Áætlaður heildarkostnaður er um 21 milljarður króna en upphaflega var kostnaður áætlaður um 7,3 milljarðar.

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að með þessari nýju viðbyggingu, sem mun rísa austur af núverandi flugstöðvarbyggingu, verði umbylting á farangursmóttöku og á efri hæð fáist meira verslunarrými og biðsvæðið stækki. Þá bætast við fjögur ný hlið með landgöngubrúm.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »