6.300 atkvæði klukkan 16

Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Bæði sækjast þau …
Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Bæði sækjast þau eftir að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Samsett mynd

Rúmlega sex þúsund og þrjú hundruð höfðu kosið í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík klukkan 16 í dag, þegar tveir tímar eru í að kjörstöðum verði lokað. Þetta staðfesti Kristín Edwald, formaður kjörstjórnar, við mbl.is.

Þrett­án eru í fram­boði í próf­kjör­inu sem er sam­eig­in­legt fyr­ir bæði Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in. Hver kjós­andi skal greiða sex til átta fram­bjóðend­um at­kvæði í töluröð. 

Kjörstöðum verður lokað klukk­an 18 í dag en þeir eru eft­ir­far­andi: 

  • Val­höll, Háa­leit­is­braut 1
  • Hót­el Saga, Haga­torgi – aðal­inn­gang­ur
  • Fé­lags­heim­ili sjálf­stæðis­fé­lags­ins í Árbæ, Hraun­bæ 102b
  • Fé­lags­heim­ili sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Breiðholti, Álfa­bakka 14a (Mjódd)
  • Fé­lags­heim­ili sjálf­stæðis­fé­lags­ins í Grafar­vogi, Hvera­fold 1-3 (2. hæð)

At­kvæðis­rétt eiga all­ir fé­lags­bundn­ir sjálf­stæðis­menn í Reykja­vík. Kjör­fund­ur hófst í gær og fyr­ir hann hafði staðið utan­kjör­fund­ur í nokkra daga. 

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra tak­ast á um fyrsta sætið í próf­kjör­inu. 

Búast við fyrstu tölum klukkan 19

Þegar er búið að loka fólk inni á 2. hæð í Valhöll og talning er hafin á atkvæðum. Búist er við að fyrstu tölur berist úr prófkjörinu um og upp úr klukkan 19 í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert