Bólusetningarröðin 1,4 kílómetrar þegar mest lét

mbl.is/Ari Páll Karlsson

Röðin í bólusetningu síðdegis í dag er ein sú lengsta sem sögur fara af hér á landi. Röðin hefur styst frá því sem mest var en hún teygir sig í krók frá Laugardalshöllinni, upp Engjaveg í vestur, norður upp Reykjabraut og niður göngustíginn í átt að Glæsibæ. Önnur röð liggur svo beint upp Engjaveg í austur. 

Svona leit röðin út rétt fyrir klukkan 16 í dag.
Svona leit röðin út rétt fyrir klukkan 16 í dag. mbl.is/Ari Páll Karlsson

700 skammtar eftir klukkan 16

Röðin var 1,4 kílómetra löng þegar mest lét, og teygði sig þá alla leið niður að Glæsibæ, laust fyrir klukkan 15.

Fréttaflutningur af dræmri mætingu í morgun er mögulega orsakavaldur en einungis helmingur þeirra sem fékk boð fyrir hádegi lét sjá sig. Enn eru 700 skammtar eftir og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hvetur fólk til að mæta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert