Búið að laga bílabrú Herjólfs

Bílar aka frá borði.
Bílar aka frá borði. mbl.is/Óskar Pétur

Bílabrú Herjólfs er aftur komin í gagnið eftir að tjakkur í henni gaf sig með þeim afleiðingum að Herjólfur gat ekki lagst að bryggju.

Gámalyftari var notaður til að hífa brúna upp og gátu bílar því ekið í land eftir töluverða bið í morgun.

Ljóst er að seinkun verður á ferðum Herjólfs í dag vegna óhappsins.

mbl.is/Óskar Pétur
mbl.is