Von á gasmengun í byggð á Reykjanesi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Gasmengun gæti borist í byggð á Reykjanesi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofunnar frá því í morgun. 

Gosið hefur nú staðið yfir síðan 19. mars en að sögn Þorvalds Þórðarsonar, prófessors hjá Jarðvísindastofnun, er það smátt og smátt að breytast í dyngjugos. 

„Þetta er að nálg­ast það. Það er ekki al­veg orðið það ennþá en þetta er allt á réttri leið. Þró­un­in er öll í þá átt,“ segir Þorvaldur í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert