Beint: Umbreyting á þjónustu í þágu borgarbúa

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ráðstefna á vegum Reykjavíkurborgar „Umbreyting á þjónustu í þágu borgarbúa“ hófst klukkan 9 og stendur yfir til 11.

„Græna plan Reykjavíkurborgar kveður á um að hraða skuli stafrænni umbreytingu með það að markmiði að bæta þjónustu borgarinnar. Fjárfesting í tækniþróun snýst um að gera lífið betra fyrir borgarbúa. Að fólk geti óskað eftir þjónustu á einfaldan hátt, fylgst með stöðu mála og átt í samskiptum við borgina þegar og þar sem þeim hentar,“ segir í tilkynningu um ráðstefnuna.

„Þessi opni rafræni viðburður beinir kastljósinu á þá vegferð sem nú er að hefjast. Farið verður yfir stefnuna og framtíðarsýn borgarinnar þegar kemur að stafrænni vegferð, nauðsynlegar breytingar í tækniumhverfinu, framkvæmdina, aðferðir og áþreifanleg verkefni. Í lok fundarins verða pallborðsumræður þar sem farið verður sérstaklega yfir "kúltúrhakk" sem eru ákveðnar breytingar sem grípa þarf til innan fyrirtækja til þess að skapa jákvæða vinnustaðamenningu og ná betri árangri.“

mbl.is