Greiða hærra verð fyrir húsin

Frá Seyðisfirði. Húsin við Stöðvarlæk standa utan við aurskriðusvæðið og …
Frá Seyðisfirði. Húsin við Stöðvarlæk standa utan við aurskriðusvæðið og eru ystu íbúðarhúsin sem sjást á myndinni. Þau standa á hættusvæði. Eggert Jóhannesson

Múlaþing hefur gengið frá kaupum á fimm af þeim sex íbúðum sem eru á hættusvæði vegna ofanflóða við Stöðvarlæk, utan við stóru skriðuna sem féll á Seyðisfjörð í desember.

Fasteignamat helmings íbúðanna er hærra en staðgreitt markaðsverð og hefur sveitarfélagið keypt tvær eignanna á því verði þótt ofanflóðanefnd hafi hafnað því að endurgreiða kaupverð umfram markaðsverð.

Ekki hefur verið heimilað að búa í umræddum íbúðum við Stöðvarlæk frá því skriðurnar miklu féllu á Seyðisfirði í desember. Stöðvarlækur er utan við stóru skriðuna. Við mat á vörnum er ekki talið tryggt að hægt sé að verja þessi hús fyrir stórum skriðum. Því verður að kaupa þau.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, að sveitarstjórn hafi þótt eðlilegt að greiða fasteignamatsverð fyrir húsin, í þeim tilvikum sem það er hærra en markaðsverð. Nefnir hann að sveitarfélagið hafi innheimt fasteignaskatt og önnur fasteignagjöld af eigendum húsanna miðað við fasteignamat.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »